Sigurður Ingi Jóhansson sjávarútvegsráðherra segist hafa efasemdir um viðskiptaþvinganir gegn Rússum og áhrif þeirra. Þetta sagði hann í viðtali í útvarpsþættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun.

„Við erum auðvitað bara með tákn­ræn­an stuðning við vest­ræn­ar þjóðir í þessu,“ sagði hann þótt hann hafi ítrekað að enginn væri þeirrar skoðunar að mótmæla ætti ekki framgögnu Rússa gagnvart Úkraínu. Eðlilegt væri að velta fyrir sér með hvaða hætti rétt væri að gera það.

Þá vísaði hann til þess að refsiaðgerðir vesturlanda gegn Rússlandi snerust aðallega um bann við vopnasölu til Rússlands og frystingu eigna ákveðinna einstaklinga. Þar sem Ísland væri ekki að selja vopn til Rússa og þar sem enginn þessara einstaklinga væri með bankareikninga hér á landi væri stuðningur Íslands aðeins táknrænn.