Nýleg ummæli Karls Rove, áhrifamanns innan Repúblikanaflokksins, hafa valdið nokkurri hneykslan í Bandaríkjunum. Á ráðstefnu í síðustu viku sagði hann að kjósendur þyrftu að vita hvað gerðist þegar hún fékk aðsvif árið 2012 og þufti að leggjast inn á spítala. „Þrjátíu daga spítalavist? Og þegar hún birtist aftur er hún með gleraugu sem einungis þeir nota sem hafa hlotið alvarlegan heilaskaða. Við verðum að fá betri skýringar á þessu,“ sagði Rove.

Fréttamiðlar sögðu á þeim tíma sem Clinton fór á spítala að hún hefði verið þar í þrjá daga, en ekki þrjátíu daga. Hin opinbera skýring var sú að Clinton hefði fengið aðsvif vegna ofþornunar og rekið höfuðið með þeim afleiðingum að hún fékk heilahristing.