Ólíklegt er að ríkið geti skilið kröfuhafa eftir með sárt enni líkt og Guðbjörg Þorsteinsdóttir, lögfræðingur á skatta- og lögfræðisviði Deloitte, skrifaði um í Morgunblaðiðið í síðustu viku. Þetta segir Vilhjálmur Þ.Á. Vilhjálmsson lögmaður sem segir hæpið að ríkið geti með skattlagningu herjað á þrotabú föllnu bankanna þar sem skattkrafa vegna eftirgjafar skulda telst varla til forgangskrafna. Þetta kemur fram á mbl.is.

Í grein Guðbjargar sagði hún að mögulega væri hægt að skattleggja allar eignir föllnu bankanna sem gætu staðið frammi fyrir upptöku allra sinna eigna á kostnað annarra kröfuhafa. Vilhjálmur tekur ekki í sama streng og segir slíkar kröfu ekki geta talist til skiptakostnaðar.