SÍA (Samband íslenskra auglýsingstofa) efnir til samkeppni um Effie verðlaun hér á landi og verða verðlaun veitt á morgun, föstudaginn 24. nóvember næstkomandi. Þetta verður í annað sinn sem Effie keppnin er haldin hér á landi en sú fyrsta fór fram árið 2003.

Effie verðlaunin eru veitt fyrir afburða árangur í auglýsinga- og markaðsstarfi.

Í frétt SÍA kemur fram að Effie verðlaunin eru viðurkenning fyrir auglýsingaherferðir, auglýsinga- og kynningarefni þar sem saman fer frjó og skapandi hugsun og næm tilfinning og þekking á skilyrðum þess að ná árangri í markaðssetningu á vöru og þjónustu. Effie verðlaunum er þannig ætlað að stuðla að markvissari og árangursríkari markaðssetningu 17 innsendingar bárust í keppnina að þessu sinni en keppnin er nú haldin í annað sinn hér á landi. Athöfnin á morgun hefst á Nordica Hotel kl. 12:00.

Veitt eru gull-, silfur- og bronsverðlaun. Það fer þó eftir niðurstöðum dómnefndar, mati hennar á gæðum herferða, hversu margar Effie styttur eru veittar. Í dómnefndinni sitja forkólfar í íslensku viðskiptalífi ásamt fulltrúum á SÍA auglýsinga- og birtingastofum.


Á verðlaunaafhendingunni mun Patrick Collister, virtur auglýsingamaður frá Englandi; fyrrverandi Creative Director Ogilvy auglýsingastofunnar, flytja fyrirlestur um samhengi skapandi vinnu í auglýsingum og árangurs af markaðsherferðum