Verkfræðistofan EFLA hagnaðist um 275 milljónir króna á síðasta ári og jókst hagnaðurinn um 70 milljónir á milli ára.

Tekjur félagsins drógust saman um 5% og námu 6,7 milljörðum. Rekstrarhagnaður fyrir afskriftir (EBIDTA) nam 335 milljónum króna.

Launakostnaður, langsamlega stærsti kostnaðarliður félagsins, lækkaði úr 5,2 milljörðum í 4,9 milljarða á árinu. Fjöldi ársverka á síðasta ári var 366 og lækkaði um 20 frá fyrra ári.

Eigið fé var 1,4 milljarðar í árslok 2020 og skuldir 1,2 milljarðar og lagði stjórn félagsins til að allt að 250 milljónir verði greiddar út í arð.

Sæmundur Sæmundsson tók við sem framkvæmdastjóri EFLU í lok apríl síðastliðins.