Verkfræðistofan Efla hagnaðist um rúmar 210 milljónir króna á seinasta ári, samkvæmt ársreikningi félagsins. Er það heldur minni hagnaður en í fyrra, þegar hann var 365 milljónir.

Eignir félagsins voru metnar á 1.776 milljónir um seinustu áramót. Eigið fé nam 1.068 milljónum og skuldir 707.604 milljónum. Árið 2013 voru greiddar 260 milljónir króna í arð til hluthafa Eflu en árið áður var arðgreiðslan 130 milljónir. Stjórn félagsins leggur til að 200 milljónir króna verði greiddar í arð til hluthafa félagsins á þessu ári.

EFLA starfrækir dóttur- og hlutdeildarfélög í Noregi, Svíþjóð, Rússlandi, Frakklandi, Póllandi, Tyrklandi og Dúbaí. Eigendur Eflu eru 78 talsins og eru allir einstaklingar.

Stærstu hluthafar eru Arinbjörn Friðriksson, Guðmundur Þorbjörnsson og Jón Viðar Guðjónsson, með 4,79% eignarhlut hver.