*

þriðjudagur, 18. júní 2019
Innlent 11. október 2018 11:08

Efling hyggst færa sjóði úr stýringu GAMMA

Efling hyggst færa sjóði úr stýringu GAMMA, í ljósi fjölmiðlaumfjöllunar um fyrirtækið. Ekki hefur verið tekið ákvörðun um hvert sjóðirnir verði færðir.

Ritstjórn
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar.
Árni Sæberg

Efling stéttarfélag tók þá ákvörðun á fundi í júní síðastliðnum að færa sjóði félagsins úr stýringu GAMMA. Þetta kemur fram á vef Eflingar. 

Ástæðan fyrir ákvörðuninni er sögð vera umfjöllun um fyrirtækið í fjölmiðlum og segir Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, í samtali við Ríkisútvarpið að það sé fullkomnlega eðlilegt að félagið taki siðferðislega afstöðu til þess hvar sjóðir félagsins séu geymdir.

Stefnt er að því að fjárfesta sjóði félagsins annars staðar í samræmi við lög og reglur en ekki hefur verið tekin ákvörðun um hvert sjóðirnir verði færðir. 

25 ára afmælistilboð VB – 50% afsláttur af áskrift

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti.
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir í 4 mánuði. Áskrifendur fá Viðskiptablaðið, Frjálsa verslun og Fiskifréttir sent ásamt vefaðgangi að vb.is og fiskifrettir.is