Stéttarfélagið Efling hefur undirritað kjarasamning við Orkuveitu Reykjavíkur. Í kringum 40 Eflingarfélagar starfa undir samningnum við verkamannastörf, við störf í mötuneyti og við ræstingu og vinna þeir ýmist hjá Orkuveitunni eða dótturfélögum.

Kjarasamningur félagsmanna framlengist þá til 31. janúar 2024 og munu kjaratengdir liðir kjarasamningsins meðal annars hækka um 5% frá 1. nóvember 2022.

Í samningnum segir: „Með hækkun 1 nóvember 2022 hefur hagvaxtarauka skv. Kjarasamningi aðila, sem koma átti til greiðslu 1. Maí 2023, verið flýtt og að fullu efndur. Jafnframt er samkomulag um að með þessari hækkun og flýtingu komi ekki til frekari endurmats á hagvaxtarauka skv. Kjarasamningi 2019-2022.“

Haldinn verður kynningarfundur um kjarasamninginn í húsnæði Orkuveitunnar föstudaginn 5. maí þar sem félagsfólk sem munu greiða um hann atkvæði