Sigurður Bessason formaður Eflingar vill að Alþýðusamband Íslands segi upp kjarasamningum og hyggst félagið greiða atkvæði fyrir uppsögn á fundi sem nú stendur yfir á Hilton Nordica að því er mbl segir frá.

Eins og Viðskiptablaðið hefur sagt frá hafa bæði VR, Rafniðnaðarsambandið og Félag rafirkja ákveðið að greiða atkvæði fyrir uppsögn samninga. Til viðbótar hafa Vilhjálmur Birgisson formaður Verkalýðsfélags Akraness og Sverrir Mar Albertsson framkvæmdastjóri AFLs starfgreinafélags gert grein fyrir atkvæðum sínum og segjast þeir vilja uppsögn samninga.

Á fundinum eru 59 formenn aðildarfélaga ASÍ, en eins og Viðskiptablaðið hefur fjallað um náðist ekki samkomulag í Samninganefnd ASÍ og SA um hvort forsendur værur fyrir því að samningunum yrði sagt upp.

Hefur ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra boðið ýmsar aðgerðir , þar á meðal breytt tekjuskattkerfi og hækkun atvinnuleysisbóta til að reyna að komast á móts við sambandið.