10% ríkustu heimili Bandaríkjanna eru ábyrg fyrir um helmingi neyslunnar. Samkvæmt könnun sem birt var í Wall Street Journal koma efnuðustu Bandaríkjamennirnir til með að eyða 23,5 milljörðum Bandaríkjadala í jólagjafir sem er 2,3% aukning frá því í fyrra.

Ríkustu heimilin eyða fjórum sinnum meira í jólagjafir en hefðbundin heimili, þ.e. rúmlega tvö þúsund Bandaríkjadölum samanborið við 500 Bandaríkjadali. Efst á óskalista þessara efnuðu einstaklinga voru peningar eða gjafakort.