Til stendur að sameina efnahagsbrotadeild ríkislögreglustjóra og embætti sérstaks saksóknara. Embættin verða sameinuð á næstu dögum eða vikum, að því er Eyjan greinir frá.

Samkvæmt heimildum Viðskiptablaðsins ríkir sátt um sameininguna innan stjórnkerfisins en hún hefur verið til umræðu í töluverðan tíma. Málefni embættanna heyra undir innanríkisráðherra.

Við stofnun embættis sérstaks saksóknara fóru margir starfsmenn efnahagsbrotadeildar yfir til sérstaks saksóknara og var því blóðtaka fyrir efnahagsbrotadeild.