Breska efnahagsbrotadeildin, Serious Fraud Office, hefur sent Vincent Tchenguiz afsökunarbréf vegna húsleitar hjá honum í tengslum við rannsókn á Kaupþingi Singer og Friedlander í London og Kaupþingi á Íslandi. Þetta kemur fram í frétt Financial Times.

Bræðurnir Vincent og Robert voru handteknir vegna rannsóknar efnhagsbrotadeildarinnar. Þeir voru báðir hluthafar í Kaupþingi og stórir viðskiptavinir bankans og tengist rannsóknin lánum til þeirra. Bræðurnir eru mjög umsvifamiklir í fasteignaviðskiptum í Bretlandi.

Robert sat í stjórn Exista og að sögn breskra fjölmiðla vinur Philips Green sem er þekktur fyrir viðskiptatengsl sín við Baug og Jón Ásgeir Jóhannesson. Green gerði til að mynda tilboð í allar eigur Baugs eftir gjaldþrots félagsins árið 2009.

Fram kemur í bréfinu, sem FT hefur undir höndum, að mistökin liggi í misskilningi efnahagsbrotadeildarinnar á gögnum sem voru grundvöllur húsleitarheimildar sem náði m.a. til heimilis Vincents.

Vincent hefur hefur krafið efnahagsbrotadeildina um 18 milljarða króna í bætur vegna málsins.

Þrátt fyrir mistökin hyggst SFO halda rannsókn áfram. Afsökunarbréfið nær ekki til rannsóknar vegna Roberts sem heldur jafnframt áfram.

Robert Tchenguiz í ársskýrslu Kaupþings 2006
Robert Tchenguiz í ársskýrslu Kaupþings 2006
© None (None)
Þessi mynd birtist af Robert Tchenguiz í ársskýrslu Kaupþings 2006.