*

laugardagur, 24. júlí 2021
Erlent 19. október 2015 18:47

Efnahagslegur ávinningur jafnréttis

Hægt væri að auka verga heimsframleiðslu verulega með því að virkja betur starfskrafta kvenna

Lilja Gylfadóttir
european pressphoto agency

Hagræn áhrif þess að jafna betur stöðu kynjanna á vinnumarkaði gætu numið allt að 12.000 til 28.000 milljörðum bandaríkjadala á heimsvísu, að því er segir í nýútgefinni skýrslu ráðgjafarfyrirtækisins McKinsey.

Tekið er fram í skýrslunni að bæði þriðjaheimsríki sem og þróaðri ríki hafi ávinning af þessu sviði. Mestan ávinning sé að sækja í ríkjum sem skemmra eru á veg komin efnahagslega séð líkt og á Indlandi og löndum rómönsku Ameríku. Konur eru í dag um helmingur jarðarbúa en leggja aðeins til um 37% af heimsframleiðslu á meðan 75% af launalausum störfum eru unnin af konum. Niðurstöður skýrslunnar benda til þess að mikil fylgni sé á milli jafnréttis í samfélaginu og jafnréttis í einkageiranum. Búkurinn fylgir höfðinu í þessu tilfelli sem og flestum.

Í skýrslunni kemur einnig fram að aðeins 30% af viðmælendum McKinsey í Evrópu sögðu að komið væri fram við bæði kynin með sama hætti á þeirra vinnustað. En fyrirtæki gætu haft mikil áhrif á þennan þátt með því að breyta fyrirtækjamenningu sinni.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð.

Stikkorð: McKinsey