Atvinnulífð á Filippseyjum er enn í vanda statt eftir að hitabeltisstormurinn Trami reið yfir landið. Manila, höfuðborg Filippseyja, varð sem draugaborg í gær þegar úrhellisrigning orsakaði mikil flóð.

Fjármálamarkaðir lokuðu og það sama átti við um stjórnarbyggingar og skóla. Þá var flugi aflýst. Fréttavefur BBC segir að náttúruhamfarir af þessu tagi geti verið mjög dýrar.

Könnun sem gerð var bendir til að tap þvert yfir heiminn vegna slíkra hamfara hafi verið 85 milljarðar dala á fyrri helmingi ársins. Það eru liðlega 10 þúsund milljarðar króna.

Þar af nam kostnaður vegna flóða um 40% og var hann mestur í Asíu og Evrópu.