Aþjóðlegir fjármálamarkaðir kipptust lítillega í rétta átt,þann 9. október síðastliðinn, þegar það fékkst staðfest af Barack Obama Bandaríkjaforseta að Janet Yellen yrði næsti seðlabankastjóri landsins. Á öðrum tímum hefði þessi formlega útnefning forsetans glatt fjárfesta töluvert meira en hún gerði þennan miðvikudag. En óleyst fjárlagadeila milli demókrata og repúblikana, auk þess sem skuldasöfnun ríkisins nálgaðist óðfluga lögfest þak sitt, var fjárfestum ofar í huga.

Á fjármálamarkaði ríkir almenn ánægja með útnefningu Obama á næsta seðlabankastjóra, einhvers valdamesta Bandaríkjamanns þegar kemur að efnahag landsins. Bakgrunnur Yellen er úr helstu háskólum Bandaríkjanna, hún starfaði fyrst fyrir seðlabanka landsins árið 1977 og gegnir í dag stöðu varaformanns stjórnar seðlabankans (Federal Reserve), þar sem Bernanke er í dag stjórnarformaður.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir liðnum tölublöð hér .