Starfsemi nýs efnahagssviðs Samtaka atvinnulífsins er sífellt að aukast að umfangi. Nýlega hófu starfsmennirnir, sem eru þrír, að birta færslur á Twitter.

Þar er meðal annars borið saman mat Seðlabanka Íslands á áhrifum skuldaleiðréttingarinnar og mat Analytica. Síðarnefnda matið var kynnt um leið og tillögurnar voru kynntar þann 30. Nóvember. Mat Seðlabankans var aftur á móti birt í síðustu Peningamálum.

Efnahagssvið Samtaka atvinnulífsins vinnur þessa dagana að nýju þjóðhagslíkani en búist er við því að fyrsta þjóðhagsspáin komi út í næsta mánuði. Starfsmenn sviðsins eru þau Ásdís Kristjánsdóttir, Sigríður Mogensen og Ólafur Garðar Halldórsson.

Hér má sjá Twitter-síðu efnahagssviðs Samtak atvinnulífsins.