Í morgun var Teymi hf. skráð í Kauphöll Íslands en félagið er eignarhaldsfélag fyrrum fjarskiptaarms Dagsbrúnar og upplýsingatæknifyrirtækjanna Kögun, Skýrr og EJS, segir greiningardeild Glitnis.

?Á sama tíma yfirtók 365 hf. skráningu Dagsbrúnar í Kauphöllinni og hefur nafni félagins verið breytt til samræmis,? segir greiningardeildin.

Við hádegi hafa 3 viðskipti verið með bréf 365 og nemur heildarveltan 11,2 milljónum króna. Tvö viðskipti hafa verið með bréf Teymis og nemur heildarveltan 4,5 milljónum króna, samkvæmt upplýsingum frá Markaðsvakt Mentis.

Efnahagur og rekstur Teymis

?Heildareignir Teymis þann 1. júlí síðastliðinn námu 38,5 milljörðum króna en þar af eru óefnislegar eignir að fjárhæð 18 milljarðar króna. Eigið fé Teymis án hlutdeildar minnihluta nam 7,5 milljarðar króna. Heildarskuldir félagsins námu 30,7 milljarðar króna, þar af nema langtímaskuldir 9,7 milljörðum króna og skammtímaskuldir 21 milljarði króna.

Unnið er að endurfjármögnun félagsins og stefnt að því að ljúka þeirri vinnu fyrir 1. desember næstkomandi. Velta Teymis á næsta ári er áætluð 21,-22,5 milljarðar króna og EBITDA er áætluð 4,0-4,4 milljarðar króna,? segir greiningardeildin.

Efnahagur og rekstur 365

?Heildareignir 365 þann 1. júlí síðastliðinn námu 41,6 milljörðum króna en þar af eru óefnislegar eignir að fjárhæð 18,3 milljarðar króna. Eigið fé 365 nam 8,8 milljörðum króna. Heildarskuldir félagsins námu 41,6 milljörðum króna, þar af nema langtímaskuldir 23,3 milljörðum króna og skammtímaskuldir 9,5 milljarðar króna. Velta 365 á næsta ári er áætluð 29,5 - 31,5 milljarðar króna og EBITDA er áætluð 3,4 - 3,8 milljarðar króna,? segir greiningardeildin.