Hagvöxtur í Brasilíu mældist 2,7% í fyrra og er efnahagur landsins nú sjá sjötti stærsti í heiminum. Samkvæmt þeim mælikvarða er Brasilía stærri en Bretland, að því er fréttastofa BBC greinir frá í dag.

Hagvöxtur í Brasilíu er einkum rakinn til hækkandi verðs á olíu og matvörum. Er þetta í fyrsta sinn sem efnahagur Brasilíu er verðmætari en efnahagur Bretlands.