Efnahagur Indland heldur áfram að vaxa. Samkvæmt fréttum breska ríkisútvarpsins BBC í dag var hagvöxtur í Indlandi 9% í fyrra. Haft er eftir Pranab Mukherjee, fjármálaráðherra Indlandlands, að hagvöxtur í landinu sé áætlaður um 8,4% á yfirstandandi fjárlagaári í landinu.

Þrátt fyrir hagvöxtinn hefur mikil hækkun matarverðs á skömmum tíma, um 17%, valdið miklum áhyggjum í landinu. Einkum er það stór hópur fólks í landinu sem lifir undir fátæktarmörkum sem verður fyrir skaða vegna hækkunarinnar á matvöru.