Mörg hundruð efnaðra Íslendinga létu dótturfélög íslensku bankanna í Lúxemborg stofna aflandsfélög fyrir sig á undanförnum árum. Upphæðirnar sem færðar voru inn í félögin námu allt frá tugum milljóna króna til nokkurra milljarða króna.

Að mestu leyti er um fyrrum viðskiptavini Kaupþings að ræða.

Embætti ríkisskattstjóra hefur þegar greint eignarhald rúmlega 100 aflandsfélaga með það til hliðsjónar að endurheimta mögulegar skattgreiðslur sem stungið hefur verið undan með þessum hætti. Samkvæmt upplýsingum frá embættinu ætlar það sér að greina alls 419 félög sem skráð eru í þekktum skattaskjólum á borð við Lúxemborg, Kýpur og Tortóla-eyju, sem er hluti af Bresku Jómfrúareyjunum.

Þegar hefur verið greint eignarhald á rúmlega 100 félögum. Auk þess er talið að um 100 félög til viðbótar séu óvirk.

_____________________________

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu í dag. Áskrifendur geta lesið blaðið á pdf-formi hér á vefnum og þeir sem ekki hafa lykilorð geta sótt um það hér .