Sjónvarpsefnisveitan Netflix hefur samþykkt samning við Comcast, stærsta internetfyrirtæki Bandaríkjanna, sem mun leiða til þess að efni Netflix mun streyma hraðar en áður. Samningurinn er til nokkurra ára. Margir þættir samningsins hafa ekki verið gerðir opinberir, þar á meðal hvort Netflix greiði fyrir þjónustuna eða ekki.

Einungis fáeinir dagar eru liðnir frá því að Comcast staðfesti að samið hefði verið um kaup fyrirtækisins á internethluta Time Warner fyrir 45 milljarða dala. Talið er að sameinað fyrirtæki muni ráða yfir meira en þriðjungi af markaðnum í Bandaríkjunum með háhraðainternettengingu.

Hér má sjá meiri umfjöllun um viðskiptin .