Teatime Games, íslenskt fyrirtæki með höfuðstöðvar á Lagavegi 26, gaf út appið Trivia Royale fyrir 11 dögum síðan. Appið náði efsta sæti á lista yfir flestu niðurhöl í netverslunum í Bandaríkjunum.

Leikurinn náði fyrst vinsældum í Bretlandi þar sem hann var á topp tíu í liðinni viku en fór svo að dreifast á fullu um heiminn og um helgina fór hann í toppsætið yfir farsímaleiki í Bandaríkjunum og upp úr hádegi í dag fór hann svo í toppsætið í App store heilt yfir.

Sjá einnig: Stofnendur Quizup fá 200 milljónir

Teatime er að uppistöðu sama teymi og stóð á bakvið QuizUp spurningaappið sem sló í gegn fyrir sjö árum. Leikurinn, Trivia Royale, er eins konar QuizUp leikur nema með svipuðu keppnisfyrirkomulagi og Fortnite og fleiri vinsælir leikir þar sem stór hópur keppir innbyrðis í útsláttarkeppni um að standa uppi sem eini sigurvegarinn.

Það kostar ekkert að spila Trivia Royale en hægt er að kaupa hluti í leiknum sem skapar Teatime tekjur. Leikurinn er einnig fáanlegur í íslensku App store.