Efsti hundraðshluti jarðarbúa á nú meiri auðævi heldur en hin 99% samkvæmt nýrri skýrslu frá samtökunum Oxfam. Skýrslunar byggir Oxfam á tölum frá Credit Suisse og Forbes en hún verður kynnt á heimsviðskiptaráðstefnunni í Davos í Sviss sem hefst á fimmtudaginn.

Auk þess sem kemur fram í skýrslunni er að 62 manneskjur eigi jafn mikinn auð og fátækari 50% jarðarbúa, þ.e. 62 jarðarbúar eiga jafn mikinn auð og fátækari 3,6 milljarðar jarðarbúa. Árið 2010 þurfti auð ríkustu 388 einstaklinga til að eiga jafn mikinn auð og neðri helmingurinn. Samkvæmt skýrslunni hefur auður ríkustu 62 einstaklinganna aukist um 44% á síðustu fimm árum, en á sama tíma hafa auðævi neðri helmingsins fallið um 41%.

Í skýrslu Oxfam er það harðlega gagnrýnt hverngi ríkasta fólkið felur auð sinn í skattaskjólum í stað þess að greiða sitt til samfélagsins. Einnig er starfsemi þrýstihópa (lobbyist) gagnrýnd.