Þegar leitað er á TripAdvisor síðunni vinsælu þar sem hægt er að fá leiðbeiningar frá ferðalöngum hvar sé best að sækja þjónustu í Reykjavík er efstur á lista yfir ódýra veitingastaði hinn sex vikna gamli staður Icelandic street foods í Lækjargötunni.

Unnar Helgi Daníelsson eigandi staðarins segir það hafa tekið sig tvo mánuði að koma staðnum upp með hjálp fjölskyldu og vina, en hugmyndina fékk hann á ferð sinni um Frakkland í sumar. Upphaflega hugðist Unnar vera með einfaldan heimilismat af ýmsu tagi en eftir að hafa ráðfært sig við fjölskyldu sína ákvað hann að einblína kröftunum á þá þrjá rétti sem best hafa gefist, það er hefðbundin íslensk kjötsúpa, skelfisksúpa og plokkfiskur.

„Ég segi við fólk að það sé komið í matarboð, bara eins og hjá ömmu," segir Unnar. „Fólkið sem hingað kemur er mjög misjafnt, enn sem komið er eru 95% þeirra ferðamenn, en ég heyri á fólki, jafnvel sem maður sér að er ágætlega efnað, tala um hvað allt sé dýrt hér á landi,“ segir Unnar en hann er sannfærður um að nafngiftin hafi hjálpað mikið til við að vekja athygli á staðnum.

Nánar má lesa um málið í Viðskiptablaðinu sem kemur út á morgun. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir Tölublöð , aðrir geta skráð sig í áskrift hér . Meðal annars efnis í blaðinu er:

  • Há stjórnarlaun hjá Lindarhvoli, félags í eigu ríkisins
  • Umfjöllun um málsókn verktaka vegna byggingar Hafnartorgsins
  • Áhrif stjórnarslitanna á fjárfestingar erlendra aðila hér á landi
  • Notkun íslensk hugbúnaðarfyrirtækis á gervigreind í íþróttum og skemmtiiðnaði
  • Katrín Jakobsdóttir formaður VG segir frá áformum flokksins í skatta- og kjaramálum
  • Samanburður á efnahagsaðstæðum á Íslandi á milli áranna 2007 og 2017
  • Hendrik Egholm nýr forstjóri Skjeljungs er í ítarlegu viðtali
  • Ný kynslóð 5-línunnar frá BMW er reynsluekin
  • Litið er inn á Charge ráðstefnuna um stöðu vörumerkja í orkugeiranum
  • Byltingarkennda tækni til tónlistarsköpunar með tölvum
  • Rætt er um hvað tók við eftir atvinnumennskuferil Þórðar Guðjónssonar
  • Huginn og Muninn eru á sínum stað auk Týs, sem fjallar um formann Vinstri grænna
  • Óðinn skrifar um stærstu ekki frétt ársins