EFTA dómstóllinn mun á fimmtudag birta ráðgefandi álit sitt á lögmæti verðtryggingar á neytendalánum hér á landi. Þetta kemur fram í greiningu IFS.

Um að ræða svör dómstólsins við fimm spurningum sem Héraðsdómur Reykjavíkur lagði fyrir hann og snúa að því hvort verðtrygging fasteignaláns skv. ákveðinni vísitölu sé ólögmæt eða ekki. Er þetta fyrra dómsmálið af tveimur sem skotið hefur verið til EFTA.