Héraðsdómur Reykjavíkur hefur hafnað kröfu Isavia og Icelandair þess efnis að leitað verði ráðgefandi álits EFTA-dómstólsins í máli Wow air gegn flugfélaginu og Isavia. Fram kemur í frétt Ríkisútvarpsins ( RÚV ) um málið að talið sé líklegt að úrskurðurinn verði kærður til Hæstaréttar.

Forsvarsmenn Wow air vildi fá hnekkt úthlutun afgreiðslutíma á Keflavíkurflugvelli og töldu að Icelandair hafi fengið bestu tímana á meðan aðrir, þar á meðal Wow air, mæti afgangi.