Deilur um lögmæti banns á áfengisauglýsingum í Noregi hafa borist til EFTA-dómstólsins í Lúxemborg. Tilefnið er beiðni frá norska Markaðsráðinu til EFTAdómstólinn um ráðgefandi álit vegna ágreinings um það hvort bann á áfengisauglýsingar í Noregi samræmist EES-samningnum. Markaðsráðið hefur úrskurðarvald í Noregi um lögmæti auglýsinga og markaðssetningar á vörum og þjónustu. Félags- og heilbrigðisráðuneytið sendi ráðinu kvörtun vegna áfengisauglýsinga sem birtust í tímaritinu Vinforum í desember í fyrra.

Málsaðilar og stjórnvöld í EES-ríkjum hafa frest til 17. september til að leggja fram gögn í málinu og síðan mun dómstóllinn taka það til efnislegrar umfjöllunar. Dómstólar og úrskurðaraðilar í EFTA-ríkjunum geta skotið málum til EFTA-dómstólsins til að fá leiðsögn og ráðleggingar er varða túlkun EES-samningsins. Niðurstöður EFTA-dómstólsins eru ráðgefandi.