Hæstiréttur Íslands féllst á það í gær að leitað yrði ráðgjefandi álits EFTA-dómstólsins á því hvort það samræmist samningnum um Evrópska efnahagssvæðið að verðtryggja greiðslur af lánum.

Málið tengist deilu viðskiptavinar Íslandsbanka við bankann en viðskiptavinurinn bar undir dómstóla lögmæti fjárnáms sem gert var í eignarhluta hans í fasteign. Það var Íslandsbanki sem krafðist fjárnámsins.

Deila aðila laut einkum að lögmæti verðtryggingarákvæðis í skuldabréfinu, en fjárhæð þess var bundin vísitölu neysluverðs samkvæmt heimildum laga um vexti og verðtryggingu. Höfðu mótmæli viðskiptavinarins við fyrirtekt fjárnámsgerðarinnar verið reist á því að verðtryggingarákvæði skuldbréfsins væri ólögmætt.

Dómur Hæstaréttar Íslands.