Á sumardaginn fyrsta töldu Íslendingar sig vera að brjóta blað í sögunni þegar gangsett var fyrsta vetnisvélin í skip hérlendis. Átta ár eru hins vegar síðan menn fóru að nýta vetnisorku til að knýja skip í útlöndum.

Á sumardaginn fyrsta 2003 var fyrsta almenna vetnisstöðin í heiminum tekin í notkun hérlendis. Í gær, fimm árum seinna, gangsettu Íslendingar fyrstu vetnisvélina um borð í íslensku skipi. Þá var tekin í notkun vetnisljósavél um borð í hvalaskoðunarbátnum Eldingu.

Reyndar var fullyrt að Íslendingar væru þar með fyrstir til að nota vetni til sjós. Þetta er þó alls ekki í fyrsta skipti sem vetni er notað sem orkugjafi um borð í skipi. Og hér er enn ekki hafin tilraun til að sigla skipum með rafmagni sem framleitt er með vetni eins og gert var í Þýskalandi fyrir átta árum.

_____________________________________

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu í dag. Áskrifendur geta lesið blaðið á pdf-formi hér á vefnum. Þeir áskrifendur sem ekki hafa sótt um aðgangsorð til að lesa blaðið á vefnum geta gert það hér .