Fjármálaeftirlitið hefur sett á stofn þriggja manna ráðgjafarnefnd um mat á hæfi stjórnarmanna. Tilgangurinn með ráðgjafarnefndinni er samkvæmt frétt á heimasíðu Fjármálaeftirlitsins að stuðla að „bættu og hertu eftirliti með því að hæfisskilyrði um stjórnarmenn eftirlitsskyldra aðila séu uppfyllt og ekki síður til að tryggja að stjórnarmenn séu vel meðvitaðir um hvaða þekkingar er krafist og hvað felst í ábyrgð sem fylgir stjórnarstörfum."

Þeir sem eru skipaðir heita Jón Sigurðsson, rekstrarhagfræðingur sem er formaður, Einar Guðbjartsson, dósent hjá viðskiptafræðideild Háskóla Íslands og Rúnar Guðmundsson, sviðsstjóri hjá Fjármálaeftirlitinu.