*

föstudagur, 19. júlí 2019
Innlent 14. mars 2018 16:29

Eftirlitið hafnar sáttaviðræðum

Samkeppniseftirlitið telur ekki tilefni til að hefja sáttaviðræður við N1, um kaupin á Festi, að sinni.

Ritstjórn
Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins.
Haraldur Guðjónsson

Samkeppniseftirlitið hefur hafnað umleitunum N1 um að hefja sáttaviðræður um kaup fyrirtækisins á Festi. Óskað hafði verið eftir því af hálfu N1 að sáttaviðræður yrðu hafnar eftir að eftirlitið komst að þeirri niðurstöðu í frummati sínu að samruninn myndi raska samkeppni og yrði ekki samþykktur án skilyrða.

N1 var ósammála matinu og skilaði inn andmælatillögum auk tillagna um hvaða skilyrði bæri að setja samrunanum.

Samkeppniseftirlitið telur hins vegar að nauðsynlegt sé að rannsaka málið frekar að teknu tilliti til framkominna athugasemda og því ekki tilefni til að hefja sáttaviðræður að sinni.

Gert er ráð fyrir að niðurstöður rannsóknar eftirlitsins liggi fyrir í síðasta lagi þann 18. apríl.

25 ára afmælistilboð VB – 50% afsláttur af áskrift

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti.
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir í 4 mánuði. Áskrifendur fá Viðskiptablaðið, Frjálsa verslun og Fiskifréttir sent ásamt vefaðgangi að vb.is og fiskifrettir.is