Eftirlitsstofnanir í Bandaríkjunum lokuðu fjórum bönkum í gær og hefur því samtals sjö bönkum verið lokað það sem af er ári.

Bönkunum sem var lokað núna bætast við hundruð banka sem hefur verið lokað frá árinu 2007. Á árinu 2011 voru 92 bönkum lokað sem er ívið minna en árið áður þegar 157 bönkum var lokað.

Tjónið sem tryggingasjóður innistæðueigenda þarf að bera í kjölfarið hleypur á hundruð milljóna Bandaríkjadala.

Á Flórída lokaði First Guaranty Bank, í Tennesse lokaði Tennessee Commerce Bank og KNoxville Bankeast og í Minnesota lokaði Patriot Bank.