Eftirlitsstofnun EFTA sendi Íslandi í dag rökstutt álit þar sem Ísland hefur ekki sinnt einni meginskyldu tilskipunar um að efla hafnarvernd.

Samkvæmt tilskipuninni ber Íslandi skylda að setja fram verndarátlun fyrir hverja höfn þar sem auðkenndar eru verklagsreglur og mögulegar ráðstafanir og aðgerðir sem grípa á til þegar ógn steðjar að. Tilskipuninni er ætla að tryggja að sömu kröfur um öryggi og vernd hafna séu í gildi innan Evrópska efnahagssvæðisins.

Rökstutt álit er annað skrefið þegar land uppfyllir ekki skilyrði tilskipunar, en íslensk stjórnvöld hafa nú tvo mánuði til að bregðast við annars getur ESA vísað málinu til EFTA-dómstólsins.