*

mánudagur, 1. mars 2021
Innlent 17. júní 2014 15:45

Eftirlitsstofnunin afdráttarlaus í verðtryggingarmálinu

Lögmaður segir það hafa mikla vikt að ESA og ESB skuli túlka tilskipum um neytendalán með sama hætti.

Ritstjórn
EFTA dómstólinn.

Bæði framkvæmdastjórn Evrópusambandsins (ESB) og Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) telja að það samrýmist ekki ákvæðum tilskipunar 87/102/EBE um neytendalán að í samningi sem birtur er lántakanda sé miðað við 0% verðbólgu. Þetta kemur fram í greinargerðum framkvæmdastjórnarinnar og ESA í máli Sævars Jóns Gunnarssonar gegn Landsbankanum.

Björn Þorri Viktorsson, lögmaður Sævars Jóns í málinu, segir það hafa gríðarlega vigt að ESA og framkvæmdastjórnin hafi tekið þessa afstöðu í sínum greinargerðum. „Ef eitthvað var þá fannst mér ESA vera enn afdráttarlausari í afstöðu sinni hvað varðar 0% spurninguna í málflutningunum,“ segir Björn Þorri. „Framkvæmdastjórnin er líka algjörlega með þetta á hreinu og á okkar línu hvað þetta snertir.“

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð.