*

mánudagur, 23. nóvember 2020
Innlent 6. september 2020 19:02

Eftirsótt að vinna fyrir forsetann

Alls sóttu 188 um eina lausa stöðu sérfræðings og umsjónarmanns samfélagsmiðla hjá embætti forseta Íslands.

Jóhann Óli Eiðsson
Sá á kvölina sem á völina gildir svo sannarlega um Guðna Th. Jóhannesson núna og Örnólf Thorsson forsetaritara.
Haraldur Guðjónsson

Alls sóttu 188 um lausa stöðu sérfræðings hjá forsetaembættinu. Aðeins einn mun hreppa hnossið og því ljóst að nokkuð margir munu sitja eftir með sárt ennið. Í hópi umsækjenda eru einstaklingar sem hafa starfað í fjölmiðlum, innan ráðuneyta og fjöldi nýútskrifaðra lögfræðinga.

Staðan var auglýst í sumar og rann umsóknarfrestur út um miðjan ágúst. Starfið felst í undirbúningi og framkvæmd opinberra viðburða á vegum embættisins, aðstoð við ræðuskrif og framsetningu efnis á samfélagsmiðlum auk umsjónar með skráningu, vistun og skilum skjala. Þá mun verðandi sérfræðingur sinna verkefnum sem tengjast hinni íslensku fálkaorðu, annast samskipti við utanríkisráðuneytið um málefni erlendra sendiherra og ýmis önnur verkefni.

Leiðrétting: Í upphaflegri útgáfu fréttarinnar var sagt frá því að Haraldur Líndal Haraldsson, fyrrverandi bæjarstjóri Hafnarfjarðar, væri á meðal umsækjenda. Það nafn er rétt en þar er á ferð sonur hans en ekki bæjarstjórinn. Hið sama gildir um bræðurna Héðinn og Hörð Unnsteinssyni en Hörður er meðal umsækjenda en ekki Héðinn. Leiðréttist þetta hér með og eru hlutaðeigandi beðnir afsökunar á mistökunum.

Meðal umsækjenda má nefna Lilju Katrínu Gunnarsdóttur, fyrrverandi ritstjóra DV, Sighvat Arnmundsson, blaðamann og leiðarahöfund á Fréttablaðinu, Sunnu Kristínu Hilmarsdóttur, fréttamann á Vísi, og Unu Sighvatsdóttur sem síðast starfaði sem upplýsingafulltrúi hjá NATO.

Þá má þar finna Þórarinn Snorra Sigurgeirsson, fyrrverandi formann Ungra jafnaðarmanna, Sigríði Erlu Sturludóttur, fyrrverandi varaformann SUS, og Karítas Ríkharðsdóttur en þar til nýverið starfaði hún fyrir þingflokk Framsóknarflokksins. Gunnlaugur Bragi Björnsson, varaborgarfulltrúi Viðreisnar, sækist einnig eftir starfinu. 

Það er því ljóst að eftirsótt er að starfa fyrir Guðna Th. Jóhannesson, forseta Íslands. Lista vonbiðla má sjá í heild sinni hér að neðan en hann er ansi langur.

 • Aðalheiður Dögg Finnsdóttir Helland
 • Alexandra Björk Adebyi
 • Andri Már Hermannsson
 • Anna Guðrún Ahlbrecht
 • Anna Margrét Björnsson
 • Anna Claessen Eggertsdóttir
 • Anna Þóra Ísfold
 • Anna María Jónsdóttir
 • Anna Margrét Sigurðardóttir
 • Anna Caroline Wagner
 • Ari Allansson
 • Arna Óskarsdóttir
 • Atli Már Sigmarsson
 • Atli Dungal Sigurðsson
 • Auðunn Arnórsson
 • Auður Karítas Ásgeirsdóttir
 • Árdís Rut Hlífardóttir
 • Árdís Sigurðardóttir
 • Árni Davíð Magnússon
 • Ása Fanney Gestsdóttir
 • Ásgrímur Sigurðsson
 • Áslaug Baldursdóttir
 • Áslaug Ellen Yngvadóttir
 • Ástríður Jónsdóttir
 • Berglind Gréta Kristjánsdóttir
 • Berglind Steinsdóttir
 • Bergþóra Kr. Benediktsdóttir
 • Birgir Hans Birgisson
 • Birna Dögg Guðmundsdóttir
 • Birta Sif Arnardóttir
 • Bjarni Bragi Kjartansson
 • Björg Stefánsdóttir
 • Björgvin Brynjólfsson
 • Björn Teitsson
 • Bryndís Blöndal
 • Brynhildur Magnúsdóttir
 • Brynja Gunnarsdóttir
 • Dagný Alma Jónasdóttir
 • Drífa Valdimarsdóttir
 • Edda Björk Ragnarsdóttir
 • Einar Gunnarsson
 • Einar Ísaksson
 • Elías Karl Guðmundsson
 • Elínborg Þóra Þorbergsdóttir
 • Elsa María Rögnvaldsdóttir
 • Erla Sóley Frostadóttir
 • Erla Hjördís Gunnarsdóttir
 • Erla María Tölgyes
 • Erna Björt Árnadóttir
 • Erna María Dungal
 • Erna Margrét Grímsdóttir
 • Erna Dýrfjörð Stefánsdóttir
 • Eyjólfur Eyfells
 • Finnur Þ. Gunnþórsson
 • Finnur Ágúst Ingimundarson
 • Gestur H. Hilmarsson
 • Gréta Sigríður Einarsdóttir
 • Gréta Mar Jósepsdóttir
 • Guðbjörg Lísa Gunnarsdóttir
 • Guðmundur Alfreðsson
 • Guðmundur Bjarni Benediktsson
 • Guðni Tómasson
 • Guðný Guðmundsdóttir
 • Guðríður Elsa Einarsdóttir
 • Guðrún Aðalbjörg Sigurðardóttir
 • Gunnar Egill Daníelsson
 • Gunnar Marel Hinriksson
 • Gunnar Ingi Sveinsson
 • Gunnhildur Lilja Guðmundsdóttir
 • Gunnlaug Birta Þorgrímsdóttir
 • Gunnlaugur Bragi Björnsson
 • Halldór Eiríkur Sigurbjörnsson
 • Hanna M. Hrafnkelsdóttir
 • Hans Benjamínsson
 • Haraldur Líndal Haraldsson
 • Heiða Eiríksdóttir
 • Heiðdís Einarsdóttir
 • Heiðrún Kristjánsdóttir
 • Helga Hafliðadóttir
 • Helga Guðrún Jónasdóttir
 • Helga Kristín Sæbjörnsdóttir
 • Helgi Steinar Gunnlaugsson
 • Herborg Svana Hjelm
 • Hjalti Snær Ægisson
 • Hjálmar Karlsson
 • Hjördís Olga Guðbrandsdóttir
 • Hjördís Guðmundsdóttir
 • Hjördís Lára Hlíðberg
 • Hólmar Hólm
 • Hrafn Þórðarson
 • Hrafnhildur H. Össurardóttir
 • Hrefna Hlín Sveinbjörnsdóttir
 • Hörður Unnsteinsson
 • Indíana Rut Tynes Jónsdóttir
 • Inga Dóra Guðmundsdóttir
 • Inga María Leifsdóttir
 • Ingi G. Ingason
 • Ingibjörg Lárusdóttir
 • Ingibjörg Úlfarsdóttir
 • Ingunn Heiða Ingimarsdóttir
 • Jenný Jóakimsdóttir
 • Jóhanna S. Jafetsdóttir
 • Jóhannes Árnason
 • Jón Þór Hallgrímsson
 • Jón Björn Ólafsson
 • Jón Trausti Sæmundsson
 • Jón Eggert Víðisson
 • Jóna Guðrún Kristinsdóttir
 • Karítas Diðriksdóttir
 • Karítas Ríkharðsdóttir
 • Karl Ólafur Hallbjörnsson
 • Karl Fannar Sævarsson
 • Katrín Georgsdóttir
 • Kristinn Valdimarsson
 • Kristín Ástríður Ásgeirsdóttir
 • Kristín Björg Eysteinsdóttir
 • Kristín Guðmundsdóttir
 • Kristrún Tryggvadóttir
 • Laufey Kristjánsdóttir
 • Lára Jónasdóttir
 • Lára Hrund Oddnýjardóttir Kaaber
 • Lilja Katrín Gunnarsdóttir
 • Linda Kristín Friðjónsdóttir
 • Magnea Marinósdóttir
 • Margrét Cela
 • María Ásdís Stefánsdóttir Berndsen
 • María Björk Lárusdóttir
 • Markús Már Efraím Sigurðsson
 • Markús Þ. Þórhallsson
 • Marta María Árnadóttir
 • Marta Björg Hermannsdóttir
 • Matthildur María Rafnsdóttir
 • Miriam Petra Ómarsdóttir Awad
 • Oddur Freyr Þorsteinsson
 • Olga Björt Þórðardóttir
 • Orri Þrastarson
 • Óskar H. Níelsson
 • Pétur Bragason
 • Pétur Fannberg Víglundsson
 • Polina Diljá Helgadóttir
 • Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir
 • Ragnheiður Guðmundsdóttir
 • Ragnheiður Sylvía Kjartansdóttir
 • Ragnheiður Ásta Sigurðardóttir
 • Ragnhildur Aðalsteinsdóttir
 • Ragnhildur Kristjana Thorlacius Ásbjörnsdóttir
 • Rakel Edda Guðmundsdóttir
 • Rut Einarsdóttir
 • Selma Grétarsdóttir
 • Sigfús Örn Guðmundsson
 • Sighvatur Arnmundsson
 • Sigríður Heiðar
 • Sigríður Erla Sturludóttir
 • Sigríður Lind Þorbjörnsdóttir
 • Sigrún Hermannsdóttir
 • Sigrún Þórarinsdóttir
 • Sigurður Hróarsson
 • Sigurður Kaiser
 • Sigurlaug Lydía Geirsdóttir
 • Silja Björk Huldudóttir
 • Sindri Már Hannesson
 • Snæfríður Grímsdóttir
 • Sólveig Elín Þórhallsdóttir
 • Stefán Pétursson
 • Steina Gunnarsdóttir
 • Steinar Almarsson
 • Sunna Kristín Hilmarsdóttir
 • Sunneva Guðjónsdóttir
 • Svanhildur Eiríksdóttir
 • Sveinbjörn Ásgeirsson
 • Sverrir I. Hilaríus Garðarsson
 • Sævar Snorrason
 • Theodór Bender
 • Tina Paic
 • Tómas Ingi Adolfsson
 • Tómas Þór Tómasson
 • Una Björk Kjerúlf
 • Una Sighvatsdóttir
 • Unnur Hólmfríður Brjánsdóttir
 • Vigdís Arna Jóns. Þuríðardóttir
 • Þorkell Óskar Vignisson
 • Þorlákur Einarsson
 • Þorvarður Arnar Ágústsson
 • Þór E. Bachmann
 • Þóra Hjörleifsdóttir
 • Þórarinn Snorri Sigurgeirsson
 • Þórhildur Einarsdóttir
 • Þórunn Guðbjörnsdóttir