Flugvéla- og hergagnaframleiðandinn bandaríski Boeing áætlar að standa í miklum viðskiptum við fyrirtæki og stofnanir í Suð-Austur Asíu á næstu tveimur áratugum. Hátt settur forstöðumaður innan fyrirtækisins lýsti því á blaðamannafundi í Singapore að búist væri við hátt í 3.800 flugvélapöntunum á næstu 20 árum.

Alls myndu þessar flugvélar kosta um 550 milljarða Bandaríkjadala, eða sem nemur um 71.500 milljörðum íslenskra króna - ekkert smá klink. Flestar munu vélarnar vera af gerðinni 737 og Airbus A320, að sögn fyrrnefnds forstöðumanns. Frá þessu er sagt í frétt Reuters um málið.

Þessi viðskiptaspá Boeing gerir ráð fyrir því að efnahagssvæði Suð-Austur Asíu muni kaupa um 14.550 flugvélar á tímabilinu af þeim rúmu 39 þúsund sem alheimseftirspurn mun krefjast - eða um 37% heildareftirspurnar á tímabilinu. Þá má meta markaðshlutdeild Boeing í þessum asíska markaði sem um 25%.