Eftir að framleiðsla á áli hafði vaxið verulega að undanförnu virðist sem framleiðsla sé farin að minnka. Í ársfjórðungslegu riti HSBC sem ber titilinn Quarterly Metals & Mining Review kemur fram að skortur hafi verið á áli á nýliðnu ári og framleiðsla muni ekki ná að mæta þeim skorti fyrr en á næsta ári.

Blaðið segir að framleiðsla á áli utan Kína hafi minnkað um 1,7 milljónir tonna á ári frá því að hún náði hámarki í 26,5 milljónum tonna í október árið 2011. Þetta sé farið að hafa veruleg áhrif á framboð. Fyrirtækin Ormet og Rusal skáru líka niður framleiðslu á fjórða fjórðungi á síðasta ári sem einnig mun hafa áhrif.

Á sama tíma er að vænta aukins framboðs í löndum eins og Kanada, Indlandi, Malasíu, í Mið-Austurlöndum og í Rússlandi. Þó er búist við því að verkefnin í Indlandi muni tefjast eitthvað.

Hér má lesa meira um álmarkaðinn.