*

sunnudagur, 25. júlí 2021
Innlent 21. febrúar 2018 10:12

Eftirspurn eftir dísilbílum hríðfellur

42% þeirr sem hyggja á bílakaup vilja helst rafknúinn bíl en hlutfallið hefur ríflega tvöfaldast frá árinu 2015.

Ritstjórn
Haraldur Guðjónsson

Samkvæmt nýrri bílakaupakönnun MMR vilja 42%, þeirra sem hyggja kaup á nýjum bíl á næstu þremur árum, helst að bíllinn sé knúinn rafmagni sem aðal orkugjafa. Í frétt á vef MMR segir það sé ríflega tvöföldun frá árinu 2015, þegar 20% þeirra sem íhuguðu kaup á nýjum bíl sögðust helst vilja rafmagn sem aðal orkugjafa. Á sama tíma hefur eftirspurn eftir dísilknúnum bifreiðum minnkað stórkostlega og fellur úr 47% í 28% milli ára.

Munur eftir lýðfræðihópum

Áhugi fyrir rafknúnum bílum mældist meiri meðal íbúa höfuðborgarsvæðisins eða 46% en þeirra sem bjuggu á landsbyggðinni þar sem 34% vildu helst rafknúinn bíl. Þá reyndist rafmagnið höfða frekar til þeirra sem sem voru eldri, höfðu hærri tekjur og með lengri skólagöngu að baki. Breytileiki í afstöðu til aðal orkugjafa fyrir nýjan bíl reyndist hins vegar hvað mestur þegar horft var til a stjórnmálaskoðana fólks. Þannig voru ekki nema 15% þeirra sem studdu Flokk fólksins sem kusu helst rafknúinn bíl en á móti sögðust yfir 60% stuðningsfólks Pírata, Samfylkingar og Vinstri grænna helst kjósa rafmagn sem aðal orkugjafa fyrir nýjan bíl.