Eftirspurn eftir olíu í heiminum vex hraðar en gert hafði verið ráð fyrir og á sama tíma eykst framleiðsla þeirra ríkja sem ekki tilheyra Samtökum olíuútflutningsríkja (OPEC) ekki jafn hratt og búist var við. Þetta kemur fram í mánaðarlegri matsskýrslu Alþjóðaorkumálastofnunarinnar (IEA) á olíumarkaðnum.

Í skýrslunni vara sérfræðingar við því að birgðastaða muni versna á síðari hluta ársins og hvetur OPEC til þess að bregðast við því með því að auka framleiðslu sem fyrst. Talsmenn OPEC hafa áður vísað á bug að ákvörðun verði tekin um framleiðsluaukningu áður en olíuráðherrar aðildarríkjanna funda í Vínarborg í Austurríki í marsmánuði. Hugsanlegt er þó að breyting verði á þeirri afstöðu því að Financial Times hafði eftir Abdalla El-Badri, framkvæmdastjóra samtakanna, að ákvörðun um framleiðsluaukningu á næstu misserum myndu velta á stöðu birgða.