Mikill áhugi var fyrir hlutafjárútboði Nýherja, en alls bárust tilboð fyrir 118,9 milljónir, eða þreföldu því magni sem í boði var. Um var að ræða hlutafjárútboð sem nam 40 milljónum króna að nafnverði eða sem nemur 9,76% af útgefnu hlutafé Nýherja. Kvika sá um útboðið fyrir Nýherja.

Tilboðsgengi var á bilinu 14,5 til 18 krónur á hlut. Gengið var að tilboðum fyrir 40 milljónir króna að nafnvirði á verðinu 16 krónur á hlut. Heildarfjárhæð samþykktra tilboða var því 640 milljónir króna.