Hefðu Icesave-samningarnir, sem kenndir eru við Svavar Gestsson, verið samþykktir eins og þeir lágu fyrir árið 2009 myndu eftirstöðvar þeirra nema jafnvirði 208 milljarðakróna þann 5. júní næstkomandi, í pundum og evrum.

Þetta kemur fram í svari Hersis Sigurgeirssonar, dósents í fjármálum hjá viðskiptafræðideild Háskóla Íslands við spurningu sem send var til Vísindavefsins . Samkvæmt útreikningum byggðum á áætlaðri vergri landsframleiðslu myndi upphæðin nema um 8,8% af VLF Íslands árið 2016.

Fjárhæðin hefði fallið á ríkissjóð og verið til greiðslu í jöfnum afborgunum til næstu átta ára - um 26 milljarða greiðsla á ári. Þó hefði ríkissjóður ekki greitt neinar greiðslur nú þegar, hefðu samningarnir verið samþykktir 2009. Það er vegna þess að þeir kváðu ekki á um greiðslur umfram heimtur úr búi Landsbankans fyrr en eftir 5. júní 2016.