Breski athafnamaðurinn Vincent Tchenguiz, bróðir Robert Tchenguiz eins stærsta hluthafa hins fallna Kaupþings og jafnframt eins stærsta lántaka hjá Kaupþingi, hefur að undanförnu skorið verulega niður starfsemi sina í kjölfar rannsóknar bresku efnahagsbrotadeildarinnar (SFO).

Frá þessu er greint í breska blaðinu the Times, en sem kunnugt er lét SFO nýlega af rannsókn á Vincent Tchenguiz þó að bróðir hans Robert sé enn til rannsóknar.

„Í grunninn dró ég saman starfsemi mína,“ segir Tchenguiz í samtali við Times.

„Ég fækkaði starfsfólki, minnkaði umsvifin, seldi húið mitt í St. Tropez, fækkaði hraðbátum úr tveimur í einn. Ég átti 14 bíla en á núna þrjá.“