Tim Cook forstjóri Apple skrifaði stutta ritgerð í tímaritið Businessweek og segir þar frá því að hann sé samkynhneigður.

Cook segir í m.a. eftirfarandi í greininni:

„Ég hef aldrei neitað kynhneigð minni. Ég hef hins vegar aldrei upplýst um það opinberlega að ég sé hommi, þar til núna. Ég segi það skýrt: Ég er stoltur að vera hommi, og tel það til stærstu gjafa sem guð hefur gefið mér að vera samkynhneigður.“

Cook segir einnig að margir innan Apple hafi vitað þetta. Þetta hafi í raun aldrei verið leyndarmál og býst ekki við viðbrögðum vegna þessa nú.

Viðbrögðin í fjölmiðlum vestanhafs eru hins vegar mjög sterk og á heildina litið jákvæð.

Hér má lesa frétt Businessweek um ritgerðina.