Magnús Þorsteinsson, annar tveggja kjölfestueigenda Eimskips,sagði sig úr stjórn félagsins skömmu fyrir áramót. Hann  neitar því að ætla að selja.

„Ég hef enga ákvörðun tekið um að selja hlut minn í Eimskip,“ segir Magnús Þorsteinsson fjárfestir sem á um þriðjung hlutafjár í félaginu og hætti sem stjórnarmaður þess skömmu fyrir jól. Þrálátur orðrómur hefur verið uppi um að Magnús hyggist selja hlut sinn að miklu eða öllu leyti, og fékk hann byr undir báða vængi þegar tilkynntvar á gamlársdag að Eimskip hefði ákveðið að selja sig að fullu út úr flugrekstri. „Það eru getgátur einar að ég hyggi á sölu og ég hef engu viðþær að bæta,“ segir Magnús. „Ég get aðeins staðfest að ég hef engum boðið hlut minn til sölu. En auðvitað er allt falt fyrir rétt verð. Þannig ganga viðskipti einfaldlega fyrir sig,“ segir Magnús í samtali við Viðskiptablaðið.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu í dag. Áskrifendur geta nálgast blaðið á pdf formi hér á vb.is. Þeir sem ekki hafa slíkan aðgang geta sent tölvupóst á [email protected] og látið opna fyrir slíkan aðgang.