Janne Sigurdsson, forstjóri Alcoa Fjarðaáls, segir að fólki sé ekki sama hvað fyrirtækið gerir. „Það tekur eftir því ef við gerum góða hluti og líka ef við stöndum okkur ekki. Og þá eigum við gagnrýnina líka skilið,“ bætir hún við. Hún segist njóta umhverfisins fyrir austan og telur mikilvægi fyrirtækisins mikið í litlu samfélagi.

„Við erum stórt fyrirtæki í litlu samfélagi. Það taka allir eftir því sem við gerum, sem er gott. Það setur þrýsting á okkur að vera metnaðarfull. Við gerum mistök en við lærum af þeim og erum þannig stöðugt að bæta okkur. Mér finnst þetta umhverfi mjög spennandi. Ef ég þyrfti að mæta í vinnuna bara til að fá launin mín þá gæti ég allt eins verið heima,“ segir Janne. „Ég hlakka alltaf til að fara í vinnuna.“

Nánar er rætt við Janne í nýjasta tölublaði Viðskiptablaðsins. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir liðnum tölublöð hér að ofan.