John McAfee gat sér það til frægðar að hanna vírusvarnarforrit sem margir nota til að verja tölvur sínar. Hann seldi hlut sinn í fyrirtækinu og flutti nokkrum árum síðar til Mið-Ameríkuríkisins Belize. Þar ætlaði hann að stunda lyfjarannsóknir, m.a. á lyfi sem átti að vera eins konar Viagra fyrir konur. Á búgarðinum var hann með vopnaða verði og „fjöll“ af skotvopnum, samkvæmt frásögnum gesta

McAfee flúði til Gvatemala, þar sem hann var handtekinn fyrir að hafa komið til landsins með ólöglegum hætti. Hann óskaði eftir pólitísku hæli en var neitað um það. Um tíma leit út fyrir að hann yrði fluttur til Belís en lögmönnum hans tókst að koma í veg fyrir það og þess í stað var hann fluttur til Bandaríkjanna, þar sem hann er ennþá. Í viðtali við Wired segist hann hafa breytt útliti sínu með því að lita hár sitt, augabrúnir og yfirvaraskegg kolsvört. „Ég hef gert grundvallarbreytingar á útliti mínu. Ég lít því miður út eins og morðingi,“ segir hann. Það síðasta sem heyrðist frá McAfee voru mjög undarlegar yfirlýsingar um að hann hefði stjórnað umfangsmiklum njósnahring í Belís og vitað öll vandræðalegustu leyndarmálin um stjórnarherra landsins. Menn eru hins vegar farnir að fara varlega í að trúa nokkru því sem McAfee segir.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir liðnum Tölublöð hér fyrir ofan.