Það segir ákveðna sögu að í miðjum efnahagsþrengingunum skuli lítið fatahönnunarfyrirtæki taka við kyndli íslensku útrásarinnar.

Áhugi fjárfesta á stórfyrirtækjum hefur dalað enda virðist útrásarpúðrið þeirra uppurið, en í staðinn leitar fjármagnið að litlum fyrirtækjum sem hafa staðið í skugga þeirra stóru síðastliðin ár.

Kristín Ýr Hrafnkelsdóttir tók nýlega við starfi framkvæmdastjóra ELM Design, en saga félagsins er góð áminning um tækifærin sem kunna að leynast víða í íslensku atvinnulífi þegar að er gáð.

_______________________________________

Í Viðskiptablaðinu í dag má finna viðtal við Kristínu. Áskrifendur geta lesið blaðið á pdf-formi hér á vefnum. Þeir áskrifendur sem ekki hafa sótt um aðgangsorð til að lesa blaðið á vefnum geta gert það hér .