Íslensku EGF húðdroparnir frá Sif Cosmetics eru mest selda snyrtivaran í flugvélum Lufthansa, Air France og Swiss og í öðru sæti í vélum British Airways, sem hóf sölu á dropunum um borð í vélum sínum í haust. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Sif. Þar segir að droparnir keppi við margar af þekktustu snyrtivörum heims og segir fyrirtækið árangur í sölu dropanna einstakan á íslenskri vöru á erlendum neytendamarkaði.

Haft er eftir Birni Örvari, framkvæmdastjóra Sif Cosmetics, að grunnurinn að góðum árangri dropanna sé að einstak virkni þeirra spyrjist fljótt út. Samkvæmt könnun Capacent Gallup nota 20% kvenna yfir þrítugu húðdropana.

EGF snyrtivörur
EGF snyrtivörur
© Aðsend mynd (AÐSEND)

Sif Cosmetics er dótturfyrirtæki ORF líftækni og var stofnað árið 2009.