Það vantar að gera skýran greinarmun á milli markmiða og leiða þegar rætt er um breytingar á fiskveiðistjórnunarkerfinu. Þeir sem málin véla til mikið um alls kyns leiðir en það er minna talað um markmið. Þeim er oft teflt fram eftir hendinni þegar á að rökstyðja einhverja tilteknar leiðir.

Þetta kom fram í máli Eggerts Benedikts Guðmundssonar, forstjóri HB Granda, á morgunfundi Arion Banka um stöðu og framtíð íslensks sjávarútvegar.

„Mér finnst vanta alveg heildstæða sýn á þessa umræðu og ég held að hún væri gríðarlega gagnleg. Ég held að það sé miklu minni ágreiningur um markmiðin heldur en leiðarnar,“ sagði Eggert. Það sé því mikilvægt að menn komi sér saman um markmiðin og reyni síðan að leiðir á fram leiðirnar á einhvern rökréttan hátt út frá þeim.

Þá verði umræðan um breytingar á fiskveiðistjórnarkerfinu miklu einfaldari. Eggert benti á að margar af þeim leiðum sem lagðar hefðu verið til ynnu þannig beinlínis gagn þeim markmiðum sem sett væru fram í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar um breytingar á fiskveiðikerfinu, s.s. um hagkvæmni, atvinnu og skynsamlega nýtingu.