Eggert Skúlason, sem hætti nýverið sem ritstjóri DV, hefur verið ráðinn sem kosningastjóri Framsóknarflokksins í báðum kjördæmum flokksins í Reykjavík fyrir komandi Alþingiskosningar. Þessu greinir Eggert sjálfur frá á Facebook síðu sinni.

Þar segist hann áður hafa komið að kosningabaráttu fyrir Sjálfstæðisflokk og Framsókn ásamt því að hafa unnið með einstaklingum í Samfylkingunni. Eggert starfaði áður sem ritsjóri DV, en lét af störfum hjá blaðinu í júní síðastliðinn.

„Lífið getur verið svo litríkt. Nú er það grænt. Með mjög stuttum aðdraganda hef ég tekið að mér stórt og spennandi verkefn,“ segir Eggert í stöðuuppfærslunni.

Lilja Alfreðsdóttir og Karl Garðarsson leiða lista Framsóknar í Reykjavíkurkjördæmunum.